Ljósleiðarinn
Ísland

Um fyrirtækið

VILTU KOMA FÓLKI Í SAMBAND VIÐ FRAMTÍÐINA?

col-narrow-left   
col-narrow-right   
col-wide   

Starf:

Byggingar - verktakar: Rafvirki

Starfslýsing:

Við leitum að jákvæðum, handlögnum og samskiptaliprum rafvirkjum í ört vaxandi hóp skemmtilegra vinnufélaga sem hjálpast að við að leggja Ljósleiðarann inn í heimahús á höfuðborgarsvæðinu, vestur- og suðurlandi.

Þú heimsækir fólk á hverjum degi:
• tekur þátt í gefandi samskiptum við þakkláta viðskiptavini
• finnur bestu lagnaleiðir og tengir ljósleiðarabox
• virkjar þjónustu heimila: net, sjónvarp og síma
• og lýkur hverri heimsókn með bros á vör – án pappírsvinnu!

Til að sinna starfinu vel þarftu að hafa framhaldsmenntun í rafiðnaði s.s. meistaranám eða iðnfræði.
Starfið hentar jafnt konum sem körlum.

Viltu vinna með okkur?

Við bjóðum þér góð laun, stöðugan vinnustað, reglulegan vinnutíma og góða starfsþjálfun fyrir fjölbreytt starf. Einnig bjóðum við stuðning við þá sem vilja ljúka sveinsprófi í rafvirkjun.
Við höfum frábæra vinnuaðstöðu, gott mötuneyti og aðstöðu til líkamsræktar. Við útvegum starfsmönnum allt sem þarf: bíl á vinnutíma, fatnað, verkfæri, fartölvu, heimatengingu, farsíma og spjaldtölvu. Við skipuleggjum allar þínar heimsóknir þannig að þú getur notið þess að heimsækja viðskiptavini og aðstoðað þá við að komast á Ljósleiðarann.

Þú getur sótt um starfið á ráðningasíðu okkar: starf.or.is/ljosleidarinn/. Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl 2017. Nánari upplýsingar veitir Bryndís Ernstsdóttir mannauðsráðgjafi í netfanginu starf@ljosleidarinn.is.
Finndu okkur á Facebook.com/Ljosleidarinn