Kópavogsbær
Ísland

Um fyrirtækið

Verkefnastjóri velferðarsviðs

col-narrow-left   
col-narrow-right   
col-wide   

Starfslýsing:

Við leitum að verkefnastjóra sem hefur brennandi áhuga á velferðarmálum, er skipulagður, drífandi og hugsar í lausnum.

Helstu verkefni verkefnastjóra
• Þátttaka í stefnumótun og verkefnastjórnun við undirbúning, skipulagningu og innleiðingu á nýjum verkefnum eða þjónustu
• Framkvæmd þjónustu- og starfsánægjukannana á sviðinu
• Umsjón með tölfræðilegum upplýsingum er varða þjónustu velferðarsviðs, úrvinnsla og framsetning. Gerð ársskýrslu sviðsins
• Gerð úttekta á einstökum verkefnum, ásamt endurskoðun starfshátta, starfsreglna og verklags
• Umsjón með fræðslu og námskeiðahaldi fyrir starfsfólk sviðsins
• Umsjón með verkferlum er varða upplýsingaöryggi og meðferð persónuupplýsinga auk gæðamála sviðsins

Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, meistarapróf er nauðsynlegt
• Þekking á framkvæmd og úrvinnslu kannana og framsetningu tölulegra upplýsinga
• Lipurð samskiptum og tjáningu, skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
• Færni til að tjá sig skipulega bæði í ræðu og riti á íslensku. Slíkt vald á öðru tungumáli er kostur
• Góð færni í notkun hugbúnaðar sem tengist starfinu

Frekari upplýsingar veitir Aðalsteinn Sigfússon, sviðsstjóri velferðarsviðs, á netfanginu adalsteinn@kopavogur.is.

Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl 2017.

Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf. Eingöngu er hægt að sækja um starfið á vef
Kópavogsbæjar www.kopavogur.is
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Við ráðningu í starfið verður tekið mið af jafnréttisstefnu Kópavogsbæjar.

Við hvetjum karla jafn sem konur til að sækja um starfið