Katla jarðvangur
Ísland

Um fyrirtækið

Katla UNESCO Global Geopark Verkefnastjóri

col-narrow-left   
col-narrow-right   
col-wide   

Starfslýsing:

Katla jarðvangur/Katla UNESCO Global Geopark leitar að
kraftmiklum einstaklingi í krefjandi starf verkefnastjóra
sem vinni við hlið framkvæmdasstjóra að fjölbreyttum
verkefnum jarðvangsins.

Í boði er spennandi starf í metnaðarfullu umhverfi þar sem
sjálfstæði og frumkvæði í starfi er nauðsynlegt. Að baki
Kötlu jarðvangi stendur stjórn og öflugt net fagaðila sem
verkefnastjóri vinnur náið með í teymisvinnu.

Helstu verkefni:
• Markaðs- og kynningarmál jarðvangsins.
• Gerð fræðsluefnis.
• Innlend og erlend samskipti er tengjast jarðvanginum, m.a. við jarðvangsfyrirtæki.
• Þátttaka í gerð rekstrar- og stjórnunaráætlana fyrir jarðvanginn.

Hæfniskröfur:
• Háskólapróf sem nýtist í starfi, en háskólapróf í jarðfræði eða landfræði er kostur.
• Lipurð í mannlegum samskiptum.
• Skipulagshæfni.
• Frumkvæði og sveigjanleiki í starfi.
• Reynsla af rekstri og nýsköpunarstarfi er æskileg.

Jarðvangurinn nær yfir sveitarfélögin þrjú; Rangárþing
eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp, og er gert ráð fyrir
að starfstöð og búseta rekstrarstjórans verði í einhverju
þessara sveitarfélaga.

Gert er ráð fyrir að um fullt starf sé að ræða og um
launakjör fer eftir samkomulagi.

Umsóknir, m.a. með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, berist formanni stjórnar jarðvangsins á netfangið sveitarstjori@vik.is eigi síðar en 2. maí 2017.
Nánari upplýsingar veita Ásgeir Magnússon
(sveitarstjori@vik.is, s. 487-1210) og Brynja Davíðsdóttir
framkvæmdastjóri Kötlu jarðvangs (brynja@katlajardvangur.is, s. 844-7633), auk þess er bent á www.katlageopark.is