Hagvangur
Rvk og nágrenni, Ísland

Um fyrirtækið

ÚTLÁNASÉRFRÆÐINGUR - ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR

col-narrow-left   
col-narrow-right   
col-wide   

Starfslýsing:

Íbúðalánasjóður óskar eftir að ráða öflugan útlánasérfræðing til starfa á viðskiptasviði.
Meginverkefni viðskiptasviðs er þjónusta og upplýsingagjöf við nýja og núverandi viðskiptavini sjóðsins s.s ráðgjöf vegna lánveitinga, gerð greiðslumats og lánsumsókna og aðstoð vegna greiðsluvanda.  

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
  • Upplýsingagjöf og ráðgjöf um lán og mismunandi kosti á lánamarkaði
  • Aðstoð við gerð greiðslumats og lánsumsókna ásamt vinnslu
  • Móttaka viðskiptavina og svör við fyrirspurnum
  • Þátttaka í verkefnum á viðskiptasviði s.s. yfirferð á markaðsefni, þróun verk- og þjónustuferla ofl.
 
Hæfniskröfur:
  • Háskólamenntun á sviði viðskiptafræði, hagfræði eða sambærileg er skilyrði
  • Yfirgripsmikil starfsreynsla og þekking á lánamálum er æskileg
  • Áhugi á því að koma þekkingu á framfæri, leiðbeina og aðstoða viðskiptavini við að skilja flókin málefni lántöku
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð, hæfni til að koma með tillögur að úrbótum og vinna á lausnamiðaðan hátt
  • Samskiptahæfileikar og færni til að starfa í hópi
  • Enskukunnátta til að geta leiðbeint erlendum viðskiptavinum um fasteigna- og lánaviðskipti
Íbúðalánasjóður starfar skv. lögum nr. 44/1998, um húsnæðismál og ber ábyrgð á framkvæmd húsnæðisstefnu stjórnvalda. Hlutverk Íbúðalánasjóðs er að þjóna íslensku samfélagi með veitingu stofnframlaga, lána og greiningum á húsnæðismarkaði til þess að stuðla að stöðugleika og auka möguleika almennings á að eignast eða leigja húsnæði á viðráðanlegum kjörum.
Starfsmannastefna Íbúðalánasjóðs tekur mið af jafnréttisáætlun

Um fullt starf er að ræða. Starfskjör eru í samræmi við kjarasamning ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Umsjón með starfinu hefur Inga S. Arnardóttir, inga@hagvangur.is
Umsóknarfrestur til: 02. maí 2017