Samgöngustofa
Ísland

Um fyrirtækið

Fulltrúi í þjónustudeild

col-narrow-left   
col-narrow-right   
col-wide   

Starfslýsing:

Samgöngustofa leitar að fulltrúa á þjónustusvið stofnunarinnar. Í starfinu felast fjölbreytt
verkefni, s.s. móttaka viðskiptavina og gagna, skráningar í farartækjaskrár, leyfisveitingar,
upplýsingagjöf í síma og ráðgjöf í tengslum við verkefni stofnunarinnar. Starfsþróun er mikil í
deildinni og starfsmenn fá tækifæri til að auka þekkingu sína og hafa áhrif á þróun og framgang
verkefna. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfshlutfall er 100%. Um tvö stöðugildi er að ræða.

Menntunar- og hæfniskröfur
• Stúdentspróf er áskilið og frekari menntun æskileg
• Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
• Mjög gott vald á íslensku og ensku, í rituðu og töluðu máli
• Þekking á íslenskum og alþjóðlegum kröfum til flugvalla er kostur
• Leitað er að einstaklingi sem er úrræðagóður, talnaglöggur og unir vel í hópstarfi
• Færni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
• Góð Word og Excel kunnátta
• Frumkvæði, skipulögð og nákvæm vinnubrögð og sjálfstæði í starfi
• Viðkomandi þarf að vera áreiðanlegur, jákvæður og vandvirkur

Í boði er spennandi starf hjá metnaðarfullri stofnun í alþjóðlegu umhverfi.
Við bjóðum góða starfsaðstöðu og frábæra vinnufélaga.

Umsóknarfrestur er til 2. maí 2017
Hægt er að sækja um starfið rafrænt á www.samgongustofa.is/storf