Kornið bakarí
Ísland

Um fyrirtækið

Kornið bakarí afgreiðslustörf

col-narrow-left   
col-narrow-right   
col-wide   

Starf:

Þjónusta: Ýmis störf í verslun og þjónustu
Verslunarstörf: Afgreiðslustörf, Ýmis störf í verslun og viðskiptum

Starfslýsing:

Kornið bakarí var stofnað árið 1981 og rekur nú 11 verslanir á höfuðborgarsvæðinu og eina í Njarðvík. Nýlega tóku nýir eigendur rekstrinum og vilja byggja upp öflugt fyrirtæki með góða vöru og framúrskarandi þjónustu.

Við trúum að lykillinn að því sé að skapa góðan og skemmtilegan vinnustað með öflugri liðsheild og leitum að traustu, jákvæðu og duglegu starfsfólki á öllum aldri í hópinn.

Við leitum nú að starfskrafti í afgreiðslustörf í bakarí okkar í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Njarðvík. Viðkomandi þarf að vera:
  • eldri en 18 ára
  • jákvæður
  • duglegur
  • áreiðanlegur
  • með ríka þjónustulund
  • með góða samskiptahæfni
Möguleiki er á hlutastarfi og fullu starfi. Umsóknir sendist á umsokn@kornid.is.