Fljótdalshérað
AL, Ísland

Um fyrirtækið

Félagsmálastjóri

col-narrow-left   
col-narrow-right   
col-wide   

Starfslýsing:

Félags­mála­stjóri hefur yfir­um­sjón með félags­legri þjón­ustu á vegum sveit­ar­fé­lagsins, undir hana fellur barna­vernd, félags­þjón­usta- og öldr­un­armál og málefni fatl­aðra hjá eftir­töldum stofn­unum:  Stólpi – hæfing iðja, Ásheimar – geðrækt­ar­mið­stöð, Hlyms­dalir – félags­mið­stöð aldr­aðra, Bláa­gerði – sambýli fatl­aðra og Miðvangur – íbúðir fatl­aðra. Næsti yfir­maður er bæjar­stjóri.
Um er að ræða fjöl­breytt og áhuga­vert starf í lifandi umhverfi en viðkom­andi verður einn af sex deilda­stjórum sem heyra beint undir bæjar­stjóra í skipu­riti Fljóts­dals­héraðs. Launa­kjör taka mið af launa­kjörum deild­ar­stjóra hjá sveit­ar­fé­laginu.
Tekið verður tillit til Jafn­rétt­is­stefnu Fljóts­dals­héraðs og verk­lags­reglna vegna ráðn­inga stjórn­enda og annars starfs­fólk m.t.t. kynja­sjón­ar­miða, við ráðn­ingu í starfið.

Starfssvið
 • Ábyrgð á stjórnun og rekstri.
 • Áætl­ana­gerð og eftir­fylgni.
 • Fagleg forysta, gæðamál og þróun þjón­ust­unnar.
 • Stefnu­mótun og samn­inga­gerð.
 • Þátt­taka við undir­búning og eftir­fylgd funda þeirra nefnda sem koma að sviðinu.
 • Upplýs­inga­gjöf.
 • Samskipti við notendur, ráðu­neyti og hags­muna­aðila.


Menntunar- og hæfniskröfur
 • Háskóla­próf í félags­ráð­gjöf eða annað háskóla­próf sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af stjórnun og rekstri æskileg.
 • Reynsla af áætl­ana­gerð og stefnu­mótun.
 • Þekking og reynsla af félags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga er kostur.
 • Þekking á lögum og reglu­gerðum er varða starf­semina kostur.
 • Þekking og reynsla á starfs­um­hverfi opin­berrar stjórn­sýslu kostur.
 • Leið­toga­hæfni og hæfni í mann­legum samskiptum.
 • Teym­is­hugsun, samstarfsvilji og áhugi á umbóta­verk­efnum.
 • Góðir skipu­lags­hæfi­leikar, frum­kvæði og sjálf­stæði í starfi.
 • Góð þekking og færni í tölvu­notkun.
 • Góð íslensku- og ensku­kunn­átta í ræðu og riti.
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfs­ferl­is­skrá og kynn­ing­ar­bréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðn­ingur fyrir hæfni viðkom­andi í starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 27. mars 2017
Sækja um starf
Auður Bjarnadóttir
540 7104
audur.bjarnadottir@capacent.is
Þóra Pétursdóttir
540 7125
thora.petursdottir@capacent.is