Utanríkisráðuneytið
Ísland

Um fyrirtækið

Alþjóðabankinn auglýsir stöðu sérfræðings á sviði fiskimála

col-narrow-left   
col-narrow-right   
col-wide   

Starfslýsing:

Hjá Alþjóðabankanum er laus til umsóknar staða
sérfræðings á sviði fiskimála (Senior Fisheries
Specialist) með aðsetur í Accra, Ghana.
Sérfræðingurinn mun tilheyra umhverfis- og
auðlindadeild Alþjóðabankans sem vinnur að því að
auka sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda í gegnum
verkefni bankans í þróunarríkjum.
Sérfræðingurinn mun starfa að fiskiverkefnum bankans
í nokkrum löndum Vestur-Afríku, m.a. Nígeríu, Ghana, Líberíu
og Síerra Leóne. Verksvið sérfræðingsins snýr að
stefnumótun, ráðgjöf, greiningarvinnu, undirbúningi
og framkvæmd verkefna á sviði fiskimála í samstarfi
við stjórnvöld og aðra samstarfsaðila.

Starfskröfur:

Kröfur til umsækjenda eru m.a.:
- Meistaragráða (að lágmarki) á sviði
umhverfis-, auðlinda- eða fiskimála, hagfræði,
verkfræði eða áhættustýringar, eða önnur
sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
- Að minnsta kosti átta ára viðeigandi starfsreynsla.
- Góð þekking á stefnumótun og stjórnsýslulegum,
hagrænum og tæknilegum þáttum umhverfismála
og bláa hagkerfisins, ásamt reynslu af störfum þar
að lútandi.
- Góð þekking og færni í verkefnastjórnun,
greiningarvinnu, undirbúningi, framkvæmd og
eftirfylgni verkefna ásamt almennum
stjórnsýslustörfum.
- Þekking og reynsla á sviði þróunarsamvinnu.
- Framúrskarandi enskukunnátta. Góð kunnátta í
frönsku og portúgölsku er kostur.
- Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum, færni í
teymisvinnu, aðlögunarhæfni og hæfni í
mannlegum samskiptum.

Alþjóðabankinn tekur ákvörðun um ráðningu, en
ráðið verður til tveggja ára, frá og með 1. september
2017, með möguleika á framlengingu. Sérfræðingurinn
verður starfsmaður Alþjóðabankans og um launakjör
fer samkvæmt reglum stofnunarinnar.

Umsóknafrestur er til og með 2. apríl 2017.
Umsókn og ferilskrá á ensku skal senda utanríkisráðuneytinu
í tölvupósti á netfangið wbg@mfa.is.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um
ráðningu hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar um starfið og hæfniskröfur
er að finna á vefsíðu utanríkisráðuneytisins:
https://www.utanrikisraduneyti.is/upplysingar/laus-storf/
og hjá Þórarinnu Söebech í síma 545 7422 eða á
netfanginu mimi@mfa.is.

Konur jafnt og karlar eru hvattar til að sækja um
framangreint starf.