Grindavíkurbær
Ísland

Um fyrirtækið

Skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur

col-narrow-left   
col-narrow-right   
col-wide   

Starfslýsing:

Staða skólastjóra við Grunnskóla Grindavíkur er laus til
umsóknar. Leitað er að einstaklingi með mikinn metnað,
sem sýnt hefur árangur í störfum sínum og leggur áherslu
á vellíðan og árangur nemenda í góðu samstarfi við annað
starfsfólk skólans.
Starfsemin skal einkennast af fjölbreytni, sveigjanleika og
víðsýni, þar sem tekið er tillit til mismunandi þarfa, áhuga og
getu nemenda.
Skólinn er heildstæður, einsetinn grunnskóli, með tæplega
500 nemendur á tveimur starfsstöðvum. Í skólanum starfa 80
starfsmenn, þar af um 40 stöðugildi kennara.
Hlutfall fagmenntaðra kennara er rúm 80%. Grindavíkurbær
rekur skóla- og félagsþjónustu sem sinnir stoð- og sérfræði-þjónustu
fyrir Grunnskóla Grindavíkur. Í Grunnskóla
Grindavíkur er starfað eftir Uppbyggingarstefnunni.
Allur aðbúnaður og umhverfi skólans er með ágætum.
Grindavíkurbær er um 3.230 íbúa samfélag í næsta nágrenni
höfuðborgarsvæðisins. Í Grindavík er lögð áherslu á
fjölskylduvænt
umhverfi, íþróttastarf og heilsueflingu í skóla
og leikskóla.

Veffang skóla er http://www.grindavik.is/grunnskolinn og er
m.a. bent á starfsáætlun 2016 - 2017 varðandi frekari
upplýsingar um skólann.

Starfssvið:
Skólastjóri ber faglega- og rekstrarlega ábyrgð á starfi
skólans, stjórnar honum og hefur forgöngu um mótun faglegrar
stefnu.

Starfskröfur:

Menntunarkröfur:
• Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla
er skilyrði
• Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar eða uppeldis- og
menntunarfræða æskileg
Hæfniskröfur:
• Kennslureynsla í grunnskóla er skilyrði
• Reynsla af störfum á sviði stjórnunar og reksturs er æskileg
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði og samstarfsvilji
• Góðir skipulagshæfileikar
• Áhugi og reynsla til að leiða þróunarstarf
• Sveigjanleiki og víðsýni í starfi og samskiptum

Umsókninni skal fylgja greinargóð skýrsla um störf umsækjanda
og menntun, stjórnunarreynslu og hver þau verkefni sem
hann hefur unnið að og varpað geta ljósi á færni hans til að
sinna starfi skólastjóra. Þá skal fylgja umsókninni greinargerð
um hugmyndir umsækjanda um starfið og hvernig hann sér
starfsemi Grunnskóla Grindavíkur þróast undir sinni stjórn.
Staðan er laus frá 1. ágúst næstkomandi. Æskilegt er að
umsækjandi geti hafið störf fyrr. Laun eru samkvæmt kjarasamningi
Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna
Skólastjórafélags Íslands.

Nánari upplýsingar veita Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri
félagsþjónustu- og fræðslusviðs í síma 420-1100 og Halldóra
Kristín Magnúsdóttir, skólastjóri í síma 420-1150. Umsóknir
skulu berast bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62,
240 Grindavík í síðasta lagi 6. apríl næstkomandi. Einnig er
hægt er að senda umsóknir á netfangið nmj@grindavik.is.