Landsvirkjun
Ísland

Um fyrirtækið

Við leitum að öflugum einstaklingi í starf forstöðumanns fjárstýringar

col-narrow-left   
col-narrow-right   
col-wide   

Starfslýsing:

Landsvirkjun leitar að einstaklingi til að leiða stefnumótun fjárstýringar
fyrirtækisins í alþjóðlegu umhverfi. Í starfinu felst meðal annars sjóðastýring,
fjármögnun og greining og stýring fjármálaáhættu. Þá mun
viðkomandi hafa mikil samskipti við lánveitendur og lánshæfismatsfyrirtæki
á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Forstöðumaður fjárstýringar
heyrir beint undir fjármálastjóra Landsvirkjunar.

• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun
á háskólastigi er kostur
• Þekking á fjárstýringu og fjármálamörkuðum
• Reynsla af stjórnun og samningagerð er kostur
• Frumkvæði, skipulagshæfni og stjórnunarhæfileikar
• Starfið krefst góðrar enskukunnáttu og samskiptahæfni

Sótt er um starfið á vef Capacent, capacent.is. Nánari upplýsingar veita Sturla Jóhann
Hreinsson (sturla.johann.hreinsson@landsvirkjun.is) og Hilmar Garðar Hjaltason
(hilmar.hjaltason@capacent.is). Umsóknarfrestur er til og með 1. apríl 2017.