Rauði krossinn í Reykjavík
Reykjavík, Ísland

Um fyrirtækið

Rauði krossinn í Reykjavík óskar eftir starfskonu

col-narrow-left   
col-narrow-right   
col-wide   

Starfslýsing:

Rauði krossinn í Reykjavík óskar eftir starfskonu á næturvaktir í Konukot sem er athvarf fyrir heimilislausar konur

30-50% Starfshlutfall auk afleysinga í sumar.
Starfskona ber ábyrgð á móttöku og einstaklingsmiðaðri þjónustu
við gesti athvarfsins, auk almennra heimilsstarfa. Í Konukoti er
unnið eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði.

Menntun og hæfniskröfur:
• Almenn menntun
• Áhugi og/eða reynsla af störfum með fólki sem á við fíknivanda
og/eða geðrænan vanda að stríða.
• Fordómaleysi og umburðarlyndi í garð notenda athvarfsins
er skilyrði.
• Hæfni og áhugi á góðum mannlegum samskiptum er skilyrði.
• Stundvísi og lausnamiðað vinnulag.
• Viðkomandi þarf að vera 24 ára eða eldri.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum Eflingar.
Verður að geta hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til 24. mars 2016.
Upplýsingar veitir Brynhildur Jensdóttir, forstöðukona Konukots
(binna@redcross.is). Umsóknir sendist á sama netfang.