Tónmenntaskóli Reykjavíkur
Reykjavík, Ísland

Um fyrirtækið

Skólastjóri Tónmenntaskóla Reykjavíkur

col-narrow-left   
col-narrow-right   
col-wide   

Starfslýsing:

Staða skólastjóra Tónmenntaskóla Reykjavíkur er laus til
umsóknar.

Tónmenntaskóli Reykjavíkur er næstelsti tónlistarskóli í Reykjavík,
stofnaður árið 1953 af dr. Heinz Edelstein. Skólastjóri veitir
Tónmenntaskóla Reykjavíkur faglega forystu og ber ábyrgð
á daglegum rekstri hans og fjárreiðum. Frá hausti 2017 mun
Tónmenntaskólinn vinna í nánu samstarfi við Tónlistarskólann
í Reykjavík og mun skólastjóri Tónmenntaskólans hafa yfirumsjón
með því samstarfi. Frá og með hausti 2017 mun kennsla
grunn- og miðstigsnemenda Tónlistarskólans í Reykjavík færast
í húsnæði Tónmenntaskólans við Lindargötu. Með tilliti til þessa
samstarfs er fyrst um sinn ráðið í stöðuna til eins árs með
möguleika á fastráðningu að ári liðnu.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamning sambands íslenskra
sveitarfélaga og kennarasambands Íslands/félags íslenskra
hljómlistarmanna.Umsækjandi þarf að geta hafið störf í síðasta
lagi þann 1. ágúst 2017.

Starfssvið
• Fagleg umsjón með skólastarfi.
• Daglegur rekstur skólans.
• Fjárhagsáætlanagerð, eftirfylgni og uppgjör.
• Samskipti við yfirvöld.

Starfskröfur:

Menntunar og hæfniskröfur
• Háskólamenntun á sviði tónlistar.
• Reynsla af tónlistarkennslu og tónlistarflutningi.
• Menntun og/eða reynsla af stjórnun og rekstri.
• Leiðtogahæfni, metnaður og áhugi á skólaþróun
• Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót.
• Góð íslenskukunnátta í talmáli og ritmáli.
Umsóknum fylgi ítarleg starfsferilskrá ásamt greinargerð
þar sem kemur fram ástæða umsóknar og rökstuðningur fyrir
hæfni viðkomandi til starfsins. Umsókn skal fylgja listi yfir
meðmælendur og sakarvottorð. Jafnframt er mælst til þess að
umsækjandi sé reyklaus.

Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl.

Umsókn skal senda á eftirfarandi heimilisfang:
b/t Skólanefnd Tónmenntaskóla Reykjavíkur
Pósthólf 5171
108 Reykjavík