Landsbankinn
Reykjavík, Rvk og nágrenni, Ísland

Um fyrirtækið

Verkefnastjóri

col-narrow-left   
col-narrow-right   
col-wide   

Starfslýsing:

Verkefnastofa tilheyrir Rekstri og upplýsingatæknisviði. Hún hefur það
markmið að stjórna verkefnum á skilvirkan og faglegan hátt og stuðla
þannig að farsælli innleiðingu á stefnu bankans. Landsbankinn hefur sett sér
metnaðarfulla stefnu um stafræna bankaþjónustu með það markmið að gera
bankaviðskipti aðgengileg hvar og hvenær sem er. Leitað er að einstaklingi
sem hefur mikla reynslu í stýringu hugbúnaðarverkefna.

Helstu verkefni
»» Skipuleggur, stjórnar og veitir
verkefnum forystu
»» Stuðlar að markvissri
framkvæmd
verkefna og
ákvarðanatöku
»» Stýrir og framkvæmir viðeigandi
greiningar og hönnun lausna
»» Stýrir samskiptum við hagsmunaaðila
verkefna og samræmir
vinnu þeirra sem að
verkefnum
koma hverju sinni
»»Hefur eftirlit með og stýrir
framvindu, gæðum og áhættu
verkefna
»»Ber ábyrgð á áætlunum
og heldur utan um kostnað
verkefna
»» Stýrir verkefnahópum og verkefnasellum
eftir því sem við á

Starfskröfur:

Hæfni og menntun
»»Reynsla af verkefnastjórnun
hugbúnaðarverkefna æskileg
»»Háskólamenntun á sviði
verkefnastjórnunar (MPM),
tölvunarfræði, verkfræði eða
viðskiptafræði
»»Góð greiningarhæfni
»»Frumkvæði og fagmennska
í starfi
»»Framúrskarandi hæfni í
mannlegum samskiptum
»»Þekking á m.a. aðferðum
Agile og breytingastjórnun

Nánari upplýsingar veita Halldóra G. Hinriksdóttir, forstöðumaður
Verkefnastofu og Stefnumótunar, í síma 410 7031 og Berglind Ingvarsdóttir
mannauðsráðgjafi í síma 410 7914.

Umsókn merkt Verkefnastjóri fyllist út á vef bankans, landsbankinn.is.
Umsóknarfrestur er til og með 29. mars 2017.