Landspítalinn
Reykjavík, Rvk og nágrenni, Ísland

Um fyrirtækið

Sjúkraliði - Öldrunarlækningadeild K2 Landakoti

col-narrow-left   
col-narrow-right   
col-wide   

Starfslýsing:

Við leitum eftir lífsglöðum og faglegum sjúkraliða sem hefur ánægju af umönnun aldraðra. Öldrunarlækningadeild K2 Landakoti er 20 rúma meðferðar- og endurhæfingardeild fyrir sjúklinga sem koma frá bráðadeildum Landspítala. Á deildinni starfa um 40 manns í þverfaglegu teymi. Áhugasamir hafi samband við Jóhönnu, deildarstjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð
» Almenn og sérhæfð umönnun 
» Þátttaka í endurhæfingu sjúklinga 
» Þátttaka í teymisvinnu

Starfskröfur:

Jákvætt viðmót, frumkvæði og góð samskiptahæfni 
» Áhugi á hjúkrun aldraðra 
» Sjálfstæði í vinnubrögðum 
» Íslenskt sjúkraliðaleyfi

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Sótt er um starfið rafrænt á; www.landspitali.is, undir "laus störf". Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum. 

Unnið er á þrískiptum vöktum og er vaktarfyrirkomulag og starfshlutfall samkomulag. Möguleiki er á föstum næturvöktum. 
Um er að ræða 2 stöðugildi og eru störfin laus nú þegar eða samkvæmt samkomulagi. 
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. 

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Starfshlutfall er 50 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 03.04.2017

Nánari upplýsingar veitir
Jóhanna Friðriksdóttir, johannaf@landspitali.is, 543 9815
Bára Benediktsdóttir, baraben@landspitali.is, 824 5909