Landspítalinn
Reykjavík, Rvk og nágrenni, Ísland

Um fyrirtækið

Sjúkraliðar óskast á hjúkrunardeild á Vífilsstöðum

col-narrow-left   
col-narrow-right   
col-wide   

Starfslýsing:

Viltu vinna við fjölbreytta lyflæknishjúkrun og efla þig í starfi? 
Við óskum eftir öflugum sjúkraliða til starfa á Vífilsstöðum. Gott tækifæri gefst til að öðlast góða starfsreynslu þar sem reynir á hæfni að veita framúrskarandi lyflæknishjúkrun og þjálfa m.a. sjálfstæði, frumkvæði og yfirsýn í starfi. Unnið er á morgun-, kvöld- og helgarvöktum. 

Á deildinni starfa tæplega 100 manns í þverfaglegu teymi. Hjúkrunardeildin er 42 rúma og er hluti af Landspítala. Þar dvelja skjólstæðingar sem hafa farið í gegnum bráða- og/ eða endurhæfingardeildir Landspítala og eru komnir með færni- og heilsumat til dvalar á hjúkrunarheimili. 

Lögð er áhersla á jákvætt framlag sérhvers einstaklings, þátttöku og samvinnu í daglegum störfum deildarinnar. Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum og veitum góða aðlögun. Áhugasamir hafið samband við Ingibjörgu, deildarstjóra.
Helstu verkefni og ábyrgð
» Umönnun einstaklinga í samvinnu við aðra fagaðila 
» Virk þátttaka í fjölskylduhjúkrun 

Starfskröfur:

Jákvætt viðhorf, frumkvæði og samskiptahæfileikar 
» Áhugi á hjúkrun aldraðra 
» Sjálfstæði í vinnubrögðum 
» Góð íslenskukunnátta 
» Íslenskt sjúkraliðaleyfi
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Sótt er um starfið rafrænt á; www.landspitali.is, undir "laus störf". Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum. 

Um er að ræða 2 stöðugildi og er starfshlutfall samkomulagsatriði. Störfin laus nú þegar eða eftir samkomulagi. 
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. 

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Starfshlutfall er 50 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 03.04.2017
Nánari upplýsingar veitir
Ingibjörg Björgvinsdóttir, ingibjob@landspitali.is, 824 5769
Bára Benediktsdóttir, baraben@landspitali.is, 824 5909