Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Rvk og nágrenni, Ísland

Um fyrirtækið

Sérfræðingur í opinberum fjármálum

col-narrow-left   
col-narrow-right   
col-wide   

Starfslýsing:

Sérfræðingur í opinberum fjármálum
Fjármála- og efnahagsráðuneytið leitar að sérfræðingi til að sinna spennandi verkefnum á sviði opinberra fjármála. Starfið felst í áætlanagerð opinberra fjármála og þátttöku í gerð fjármálastefnu stjórnvalda, fjármálaáætlunar og fjárlagafrumvarps. Í starfinu felst mikil greiningar- og stefnumótunarvinna í samstarfi við lykilaðila í opinberum fjármálum.
Í boði er áhugavert starf á krefjandi og skemmtilegum vinnustað. Innleiðing laga um opinber fjármál stendur yfir sem fela í sér verulegar breytingar og tækifæri. Skrifstofan sem starfið tilheyrir gegnir leiðandi hlutverki í breytingunum og mun sérfræðingurinn taka virkan þátt í þeim.
Á skrifstofu opinberra fjármála eru 10 störf en í ráðuneytinu öllu eru um 80 starfsmenn, flestir háskólamenntaðir.
Starfssvið
» Þátttaka í gerð fjármálastefnu, fjármálaáætlunar og fjárlagafrumvarps.
» Þátttaka í samstarfi vegna áætlanagerðar sveitarfélaga og opinberra fyrirtækja.
» Kostnaðargreiningar, gagnavinnsla og þróun reiknilíkana.
» Framsetning upplýsinga og kynning á stöðu opinberra fjármála fyrir innlendum og erlendum aðilum.
» Upplýsingaöflun og áætlanagerð um markmið og horfur í opinberum fjármálum, meðal annars í samstarfi við önnur ráðuneyti við undirbúning fjárlagafrumvarps.
Menntunar- og hæfniskröfur
» Meistaragráða sem nýtist í starfi, t.d. í hagfræði, verkfræði eða sambærilegu.
» Góð hæfni og reynsla af greiningarvinnu og þróun reiknilíkana.
» Mjög góð almenn tölvufærni, einkum í Excel.
» Kunnátta til að miðla tölulegum upplýsingum með greinargóðum og skýrum hætti.
» Gagnrýnin og lausnamiðuð hugsun og góð samskiptahæfni.
» Starfið krefst skipulagshæfni, frumkvæðis og sjálfstæðis í vinnubrögðum, auk hæfileika til að taka virkan þátt í teymisvinnu.
» Mjög gott vald á íslensku í ræðu og riti er nauðsynlegt. Góð enskukunnátta er skilyrði og Norðurlandamál kostur.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Umsóknarfrestur er til og með 27. mars 2017.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent, www.capacent.is.
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Jóna Björk Sigurjónsdóttir (jona.sigurjonsdottir@capacent.is) og Þóra Pétursdóttir (thora.petursdottir@capacent.is) hjá Capacent ráðningum.