Landspítalinn
Reykjavík, Rvk og nágrenni, Ísland

Um fyrirtækið

Kerfisfræðingur

col-narrow-left   
col-narrow-right   
col-wide   

Starfslýsing:

Kerfisfræðingur í þjónustumiðstöð HUT

Við viljum ráða jákvæðan og lausnamiðaðan kerfisfræðing með áherslu á notendaþjónustu á heilbrigðis- og upplýsingatæknideild Landspítala. Þekking á heilbrigðisstarfsemi eða sjúkraskrárkerfum er kostur. Ráðið er í starfið frá 1. maí 2017 eða eftir samkomulagi.

Á einingunni starfa tæplega 20 manns sem sinna m.a. þjónustu við tölvunotendur á einum fjölmennasta og fjölbreyttasta vinnustað landsins. Þjónustan er veitt í gegnum síma en stór hluti starfsins er unninn með notendum á vettvangi. Mjög góður starfsandi ríkir á einingunni.

Helstu verkefni og ábyrgð

» Almenn og sérhæfð notendaaðstoð og vettvangsþjónusta
» Skráning og úrlausn beiðna rafrænt og í gegnum síma
» Önnur verkefni er snúa að þjónustu

Hæfnikröfur

» Mikil færni í mannlegum samskiptum, rík þjónustulund og jákvæðni
» Öguð og lausnamiðuð vinnubrögð
» Hæfni til að vinna í hóp
» Tölvufærni og þekking á tölvuþjónustu
» Menntun í tölvutækni er kostur
» Þekking á heilbrigðissviði/-þjónustu er kostur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Sótt er um starfið rafrænt á; www.landspitali.is, undir "laus störf". Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og ferilskrá.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 27.03.2017

Nánari upplýsingar veitir
Jóhann Bjarni Magnússon, johannb@landspitali.is, 824 5382
Ólafur Helgi Halldórsson, olafurha@landspitali.is, 861 3861

LSH Rekstrarlausnir
Eiríksgötu 5
101 Reykjavík