Landspítalinn
Reykjavík, Rvk og nágrenni, Ísland

Um fyrirtækið

NÁMSSTÖÐUR DEILDARLÆKNA

col-narrow-left   
col-narrow-right   
col-wide   

Starfslýsing:

Námsstöður deildarlækna í öldrunarlækningum við Landspítala

Lausar eru til umsóknar námsstöður deildarlækna í öldrunarlækningum við Landspítala. Um fullt starf og nám er að ræða og eru stöðurnar veittar til eins árs frá 1. september 2017 eða eftir samkomulagi en möguleiki er á skemmri eða lengri ráðningu.

Starfsnámið er fjölbreytt og tekur til allra þátta öldrunarlækninga. Einnig er starfsnámið gott innlegg til sérnáms í öldrunar-, heimilis- og lyflækningum og fleiri greinum sem og góð endurmenntunarstaða fyrir starfandi heimilislækna. Þá má benda á möguleikann á starfsþjálfun í öldrunarlækningum sem viðbótarsérgrein við heimilislækningar, sem er nýjung í sérfræðireglugerð lækna á Íslandi. Starfsvettvangur er á Landakoti og í Fossvogi. Vaktir eru á Landakoti.

Helstu verkefni og ábyrgð
Þjálfun fer fram skipulega og eftir marklýsingu á hinum ýmsu deildum öldrunarlækninga, þar með talið við göngudeild og ráðgjöf, í heildrænu öldrunarmati, meðferð og greiningu. Megináhersla er á menntun og fagmennsku en einnig eru rannsóknartækifæri fyrir þá sem þess óska.

Hæfnikröfur
» Lipurð og hæfni í mannlegumsamskiptum
» Íslenskukunnátta
» Almennt lækningaleyfi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Sótt er um starfið rafrænt á; www.landspitali.is, undir "laus störf".Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi staðfestar upplýsingar um námsferil og fyrri störf.
Umsækjendum sem uppfylla skilyrði verður boðið í viðtal og byggir ráðning m.a. á frammistöðu í viðtali og innsendum gögnum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 15.05.2017

Nánari upplýsingar veitir
Pálmi V Jónsson, palmivj@landspitali.is, 543 9891