Landspítalinn
Reykjavík, Rvk og nágrenni, Ísland

Um fyrirtækið

MANNAUÐSMÁL - KJARAÞRÓUN

col-narrow-left   
col-narrow-right   
col-wide   

Starfslýsing:

Á mannauðssviði Landspítala er laust starf verkefnastjóra í kjaraþróunarteymi. Kjaraþróunarteymið er til ráðgjafar um kjaraþróun, vinnur að gerð og innleiðingu stofnanasamninga og situr í samstarfsnefndum með fulltrúum stéttarfélaga fyrir hönd Landspítala.

Við viljum ráða hugmyndaríkan, töluglöggan og metnaðarfullan einstakling sem er jákvæður og lausnamiðaður og á auðvelt með að vinna í teymi. Reynsla af mannauðsmálum, starfi innan stéttarfélags eða öðru sambærilegu starfi er æskileg.
Á mannauðssviði Landspítala starfa tæplega 20 starfsmenn í þremur teymum, mönnunarteymi, kjaraþróunarteymi og heilsuteymi.

Helstu verkefni og ábyrgð

» Ráðgjöf og stuðningur við mannauðsráðgjafa, stjórnendur og starfsmenn
» Samskipti við stéttarfélög, m.a. í gegnum samráðsferli á vettvangi samstarfsnefnda
» Úrvinnsla og innleiðing kjarasamninga og þróun og innleiðing stofnanasamninga
» Launagreiningar, kostnaðarmat og úttektir
» Þróun ferla fyrir mat á störfum og einstaklingum
» Önnur verkefni samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjóra mannauðssviðs og teymisstjóra

Hæfnikröfur

» Háskólamenntun sem nýtist í starfi
» Reynsla af mannauðsmálum og/ eða starfi á vettvangi stéttarfélags er æskileg en til greina kemur að ráða einstakling sem hefur áhuga á að hljóta þjálfun á þessu starfssviði
» Reynsla af gæðamálum, ferlavinnu og/ eða umbótastarfi
» Færni í greiningu, meðferð og framsetningu tölulegra upplýsinga/ excelkunnátta
» Örugg framkoma og færni í mannlegum samskiptum
» Metnaður, frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Sótt er um starfið rafrænt á; www.landspitali.is, undir "laus störf". Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Upphafsdagur starfs er samkvæmt samkomulagi.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá auk kynningarbréfs. Ákvörðun um ráðningu í starfið byggist á faglegu og stöðluðu matsferli.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 27.03.2017

Nánari upplýsingar veitir

Ásta Bjarnadóttir, astabjarna@landspitali.is, 543 1330

Aldís Magnúsdóttir, aldism@landspitali.is, 543 1339 og 847 4672