Landspítalinn
Reykjavík, Rvk og nágrenni, Ísland

Um fyrirtækið

Sérfræðilæknir við Líknardeild Landspítala

col-narrow-left   
col-narrow-right   
col-wide   

Starf:

Heilbrigðisþjónusta: Læknir

Starfslýsing:

Laust er til umsóknar starf sérfræðilæknis við Líknardeild Landspítala í Kópavogi. Starfið hentar vel sérfræðilækni sem vill bæta við sig reynslu í líknarlækningum. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið 1. maí 2017 eða eftir samkomulagi, til eins eða tveggja ára en semja má um styttri ráðningu.

Deildin heyrir undir lyflækningasvið Landspítala og samanstendur af 16 rúma legu-, dag- og göngudeild, sérhæfðri heimaþjónustu. Unnið er í náinni samvinnu við líknarráðgjafateymi spítalans.

Helstu verkefni og ábyrgð
» Almenn störf á legudeild og vinna við inn- og útskriftir
» Þátttaka í ráðgjöf til sérhæfðrar heimaþjónustu og líknarráðgjafarteymis
» Vinna við meðferð sjúklinga á göngudeild

Skapað verður tækifæri fyrir sérfræðilækninn til þessa að sinna afmörkuðu rannsóknarverkefni tengt deildinni. Æskilegt er að viðkomandi taki þátt í vaktþjónustu við eininguna.

Hæfnikröfur
» Reynsla í lyflækningum er góður kostur
» Jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum
» Hæfni og geta til að vinna í teymi
» Fagleg vinnubrögð
» Íslenskt sérfræðileyfi

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Fullt starf er bundið við sjúkrahúsið eingöngu sbr. grein 3.2.4 í kjarasamningi lækna og ríkisins 2015. Sótt er um starfið rafrænt á; www.landspitali.is, undir "laus störf". Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi vottfestar upplýsingar um nám, fyrri störf og reynslu af kennslu-, vísinda- og stjórnunarstörfum, ásamt afriti af helstu ritsmíðum sem umsækjandi hefur ritað eða átt þátt í.

Umsóknargögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Valgerði Sigurðardóttur, yfirlækni, LSH Líknardeild, hús 10, Kópavogsgerði 6, 200 Kópavogi.

Mikilvægar leiðbeiningar til umsækjenda um starf sérfræðilæknis
www.landspitali.is/leidbeiningar/serfraedilæknir

Mat stöðunefndar læknaráðs Landspítala byggir á innsendum umsóknargögnum sérfræðilækna. Viðtöl verða við umsækjendur og ákvörðun um ráðningu byggir á þeim sem og innsendum gögnum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

ATH. Fylla þarf út lágmarksupplýsingar í almenna umsókn og setja viðhengi, en ítarlegri upplýsingar fyllist út í umsókn fyrir læknastöðu, sjá slóð hér fyrir neðan:
Umsókn um læknisstöðu - umsóknareyðublað Embættis landlæknis
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 27.03.2017
Nánari upplýsingar veitir
Valgerður Sigurðardóttir, valgersi@landspitali.is, 825 5018
LSH Líknardeild Kópavogi læknar
Kópavogsbraut 5-7
200 Kópavogur
Til baka í störf
Mikilvægar krækjur varðandi ráðningar:
 - Upplýsingar til þeirra sem sækja um sérfræðilæknisstörf, yfirlæknisstörf.
 - Upplýsingar til þeirra sem sækja um stöðu sérfræðinga í hjúkrun, hjúkrunardeildarstjóra og yfirljósmóður.
 - Leiðbeiningar til umsækjenda vegna umsókna um sérfræðilæknisstörf og yfirlæknisstörf