Sjónarhóll

Að Sjónarhóli- ráðgjafarmiðstöð ses. standa eftirfarandi samtök:

 

Með stofnun Sjónarhóls rættist margra ára draumur um faglega og óháða ráðgjöf fyrir aðstandendur barna sem eiga við langvarandi veikindi og fötlun að stríða.

 

Sjónarhóll er miðpunktur þjónustu á þessu sviði, þekkingartorg þar sem hægt er að finna á einum stað yfirgripsmikla vitneskju og reynslu sem hingað til hefur verið dreifð um borg og bæi.

 

Sjónarhóll er umboðsmaður fjölskyldna barna með sérþarfir;

 

  • hann gætir að réttindum þeirra,
  • eflir möguleika þeirra og
  • veitir leiðsögn á leið til betra lífs.
Sjónarhóll
09/03/2018
Fullt starf
Sjónarhóll – ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur barna í vanda auglýsir stöðu ráðgjafa. Ráðgjöf miðar að því að gæta hagsmuna fjölskyldna barna með sérþarfir, aðstoða fjölskyldur við að finna úrræði, fá þjónustu og veita málum eftirfylgd. Stofnfélög Sjónarhóls eru: ADHD samtökin, Landssamtökin Þroskahjálp, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Umhyggja, félag til stuðnings langveikum börnum. Stofnfélögin fjögur og Sjónarhóll eru öll til húsa að Háaleitisbraut 13 í Reykjavík. Heimasíða Sjónarhóls www.sjonarholl.net . Hæfniskröfur og menntun: Þjónustulund, virðing fyrir þeim sem leita til Sjónarhóls og jákvætt viðmót. Eldmóður og áhugi fyrir málefnum barna með sérþarfir. Reynsla af málefnum barna með sérþarfir. Þekking á tiltækum stuðningsúrræðum og réttindum þeirra hópa sem leita til Sjónarhóls. Skipulagshæfileikar, sjálfstæði og frumkvæði í starfi. Háskólamenntun sem nýtist í starfi Um er að ræða 100% starf. Nánari upplýsingar Sigurrós Á. Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Sjónarhóls, í síma 535-1900. Umsóknum skal skilað á Sjónarhól – ráðgjafarmiðstöð, Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík eða á netfangið sigurros@sjonarholl.net fyrir 25. mars nk.