Pítan

Pítan er afslappaður og þægilegur veitingastaður sem er fyrir löngu orðinn rótgróinn á Íslandi. Staðurinn hefur alltaf verið vinsæll yfir daginn hjá vinnandi fólki sem vill fá hraða þjónustu og góðan mat og við tökum líka vel á móti fjölskyldufólki.

Við leggjum mikla áherslu á að Pítan haldi einkennum sínum sem látlaus veitngastaður sem tekur vel á móti öllum. Fyrir utan pítur af öllum stærðum og gerðum á matseðlinum, þá er matseðillinn stútfullur af gómsætum réttum. Við bjóðum sérstakan barnamatseðil, tilboðsrétti vikunnar, sérrétti eins og djúpsteiktan fisk og kjúklingasalat og svo er frí áfylling á gosdrykki. Við bjóðum líka mini-pítur í veisluna, á fundinn eða fyrir hvaða stóra eða smáa tilefni sem er eftir pöntun.

Pítan er alltaf á sínum stað, í Skipholti 50 C og við hlökkum til að sjá þig aftur.

Pítan
09/03/2018
Fullt starf / hlutastarf
Ertu fersk/ur?   Pítan er alltaf fersk og frábær. Við erum rótgróinn, flottur staður með hjartað ávallt á réttum stað. Pítan leitar að duglegu fólki í 80% starf í sal, vinnutími er 10-16 alla virka daga. Viðkomandi þarf að geta hafið störf strax. Ef þú starfar í afgreiðslu munt þú eftir þjálfun þína, starfa í afgreiðslu taka af borðum, þrifa veitingastaðinn, afgreiða viðskiptavini, bera fram mat og sinna öllum almennum störfum Ef þú starfar í eldhúsinu munt þú eftir þjálfun þína starfa í eldhúsi við að aðstoða vaktstjóra við matargerð, starfa við þrif í eldhúsinu og sinna og öllum almennum störfum. Þó svo að aðalstarfsstöð er annaðhvort í afgreiðslu eða í eldhúsi teljast öll störf á veitingastaðnum til starfssviðs starfsmanna. Hæfniskröfur: Snyrtimennska Stundvísi Reynsla af svipuðu starfi væri frábær Dugnaður Geta til þess að vinna undir álagi Mjög góð enskukunnátta Góð íslenskukunnátta æskileg í afgreiðslu Pítan var stofnuð 1982 og margir sem komu þangað sem börn eru farin að venja komur sína með börnin sín í dag.