PCC BakkiSilicon

PCC BakkiSilicon er staðsett á Húsavík í Norðurþing. Það er iðnfyrirtæki og framleiðir  kísilmálm. Áætlað er að framleiða allt að 32.000 tonn á ári af mjög hreinum kísli sem notaður er í iðnaði.

Það er stefna PCC BakkiSilicon að viðhafa faglegar ráðningar, tryggja að aðbúnaður og kjör séu samkeppnishæf við annað sem gerist á vinnumarkaði. Starfsmenn fá tækifæri til að vera virkir og fái hrós og viðurkenningu fyrir vel unnin störf og komið er fram við þá af virðingu. Stjórnendur skipuleggi störf og verkefni þannig að starfsmenn geti sem best samræmt vinnu og einkalíf. Engum sé mismunað vegna kyns, uppruna, trúar eða samfélagsskoðana. Einelti, fordómar eða kynferðislegt áreitni er ekki liðið. Áhersla er á að mannauður fyrirtækisins er lykillinn að árangri og velgengni þess.