Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík

Líkt og önnur íslensk kaupfélög stendur það fast á rót sinni í heimabyggðinni. Það er í eigu félagsmanna og viðskiptamanna sinna, og þeir beita því fyrir sig á öllum þeim sviðum þar sem úrbóta eða framfara á sviði atvinnu eða verslunar er þörf. Samvinnureksturinn á því ef til vill hvergi brýnna erindi en í þeim héruðum þar sem kaupmenn og aðrir einkaframtaksmenn keppast ekki beinlíns í hópum eftir því að ná viðskiptum. Við slíkar aðstæður hefur Kaupfélag Steingrímsfjarðar nú í rúm áttatíu ár reynst traustur og góður burðarás í atvinnulífinu á félagssvæði sínu.