Vélrás

Vélrás rekur eitt stærsta vélaverkstæði landsins með um 40 starfsmenn. Fyrirtækið vinnur fyrst og fremst við viðgerðir á atvinnubifreiðum og tækjabúnaði auk þess að sinna sérsmíði á fjallarútum. Hjá Vélrás starfar þverfaglegt teymi s.s. Vélvirkjar, rafvirkjar, bifreiðasmiðir, rennismiðir o.fl. og byggir fyrirtækið fyrst og fremst á breiðum þekkingargrunni starfsmanna sinna.