Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu
02/03/2018
Fullt starf
Laust er til umsóknar 100% starf skrifstofustjóra hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Helstu verkefni • Stýrir daglegum rekstri Miðstöðvarinnar í umboði forstjóra • Gerir rekstraráætlanir, tekur þátt í mótun stefnu og markmiða Miðstöðvarinnar • Ber ábyrgð á innkaupum fyrir rekstur svo og á hjálpartækjum. • Ber ábyrgð á bókun reikninga og eignaskráningu. • Hefur umsjón með tölvubúnaði og tölvukerfum. • Umsjón með beiðnum og greiðslum dagpeninga og uppgjörum vegna ferða. • Samskipti við Fjársýslu ríkisins varðandi mannauðsmál og launauppgjör. Menntunar og hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun á háskólastigi er æskileg. • Reynsla af rekstri, stjórnun, innkaupum svo og teymisvinnu er mikilvæg. • Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu er heppileg. • Metnaður og vilji til að ná árangri. • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni. • Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti. • Góð kunnátta í ensku og a.m.k. einu Norðurlandamáli. • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum og þjónustulund. • Skapandi, gagnrýnin og sjálfstæð hugsun. Frekari upplýsingar um starfið: Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og kynningarbréf þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Miðstöðin hvetur jafnt karla sem konur til að sækja um þessa stöðu. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Umsóknarfrestur er til og með 21. mars 2018 og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst eða skv. nánara samkomulagi. Umsóknir skulu sendar rafrænt á netfangið margretmaria. sigurdardottir@midstod.is Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðstöfun starfsins liggur fyrir. Miðstöðin áskilur sér rétt að hafna öllum umsóknum. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. Nánari upplýsingar veitir Margrét María Sigurðardóttir í síma 545 5800.