Golfklúbburinn Glanni

Golfvöllurinn Glanni er 9 holu golfvöllur sem er við fossinn Glanna í Norðurárdal. Einn fallegasti golfvöllur landsins inn í miðju Grábrókarhrauni. Þó hann sé fremur stuttur býður hann upp á fjölbreytta möguleika og skemmtilegur að leika bæði fyrir góða og miðlungs golfara.

Golfskálinn býður upp á nauðsynlegar golfvörur og leigir út golfsett.

Einnig er boðið upp á veitingar eins og kaffi, drykki, samlokur og margt annað. Fjöldi góðra hótela, veitingastaða og frábærar gönguleiðir í næsta nágrenni.