Orbicon

Orbicon Arctic veitir ráðgjöf á sviði bygginga, byggðatækni, veitna og umhverfis.

Orbicon Arctic var stofnað á Grænlandi árið 2011 þar sem sýnt þótti að þörf var á vandaðri verkfræðiþjónustu og –ráðgjöf á norðurslóðum. Fyrirtækið er dótturfyrirtæki Orbicon A/S í Danmörku.

Hjá fyrirtækinu starfa 21 manns á skrifstofum okkar í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi sem og á skrifstofu okkar í Reykjavík sem var opnuð vorið 2017. Þar fyrir utan nýtum við sérfræðiþekkingu 600 starfsmanna Orbicon A/S í Danmörku og Svíþjóð.

Við leysum verkefni á Grænlandi og Íslandi fyrir einkaaðila, sveitarfélög og ríki. Lausnir okkar eru byggðar á heildrænni hugsun og þekkingu okkar á verkfræði, umhverfi, manneskjum og samfélagi til að finna hentugustu lausnina í hvert sinn. Verkefnin leysum við í nánu samstarfi við viðskiptavini okkar og með virðingu fyrir náttúrunni og umhverfinu.

Orbicon
16/03/2018
Fullt starf
Orbicon Arctic á Íslandi óskar eftir að ráða verk- og/eða tæknifræðinga með reynslu og þekkingu á einu eða fleiru af eftirfarandi fagsviðum á starfsstöðvar okkar á Íslandi og/eða Grænlandi: - Burðarþolshönnun - Lagnahönnun - Gatna- og veghönnun - Starfssvið: Viðkomandi munu sinna fjölbreyttum verkefnum við hönnun sem og gerð útboðs- og verklýsinga fyrir byggingar, hafnar- og samgöngumannvirki á Íslandi og Grænlandi. Með tíma mun verkefnastjórn og eftirfylgni bætast við starfssviðið ef vilji er fyrir hendi. Hæfniskröfur, burðarþolshönnuður: • Þekking á þrívíddarhönnun og BIM aðferðarfræðinni ásamt kunnáttu í Revit • Starfsreynsla er ekki nauðsynleg, en krafist er áhuga á faginu og heiðarleika Hæfniskröfur, gatna- og veghönnuður: • Haldgóð þekking og reynsla á sviði veghönnunar og jarðtækni • Að minnsta kosti 2 ára starfsreynsla er æskileg en ekki skilyrði • Kunnátta á þrívíddarhönnun meðMicroStation og PowerCivil Hæfniskröfur, lagnahönnuður: • Haldgóð þekking og reynsla á hönnun neysluvatns-, hita-, fráveitu- og loftræstilagna í byggingar • Kostur ef viðkomandi hefur þekkingu eða reynslu á veituhönnun • Að minnsta kosti 2 ára starfsreynsla er æskileg en ekki skilyrði • Kunnátta í þrívíddarhönnun og BIM aðferðarfræðinni ásamt kunnáttu í Revit Sameiginlegar hæfniskröfur fyrir alla eru: • B.Sc. eða M.Sc gráða • Hæfni til að starfa sjálfstætt, og vilji til að setja sig inn í nýtt verklag og starfsumhverfi • Hæfni í mannlegum samskiptum • Góð eða miðlungskunnátta í dönsku eða öðru norðurlandamáli ásamt ensku • Kostur er, ef viðkomandi hefur gott tengslanet á Íslandi Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við Birkir Rútsson á birk@orbicon.is. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á info@orbicon.is fyrir 3. apríl 2018. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað. Orbicon Arctic er alhliða verkfræðistofa með höfuðstöðvar í Grænlandi og Danmörku. Orbicon Arctic sinnir verkefnum á sviði innviða, bygginga, hafna og byggðatækni á Íslandi og Grænlandi. Hjá Orbicon Arctic starfa um 25 manns á skrifstofum okkar á Íslandi og Grænlandi. Hjá móðurfyrirtæki okkar í Danmörku starfa rúmlega 600 tækni- og verkfræðingar.