Alark arkitektar

Jakob Líndal og Kristján Ásgeirsson, reka teiknistofuna ALARK arkitektar ehf. Stofan hefur verið rekin af Jakobi og Kristjáni síðan 1993. ALARK arkitektar sinna öllum helstu arkitekta verkefnum og allt frá ráðgjöf yfir í stærri og flóknari verkefni s.s. skipulagsverkefni og stærri byggingarverkefni fyrir stofnanir og sveitarfélög. Markmið ALARK arkitekta er að veita viðskiptavinum sínum örugga ráðgjöf, leita leiða til þess að mæta óskum og kröfum þeirra og tryggja jafnframt spennandi og öruggar lausnir. Lögð er áhersla á traust og fagleg vinnubrögð.  Reynsla, menntun og kunnátta starfsmanna hjá ALARK arkitektum gerir fyrirtækið í stakk búið til að sinna verkefnum á öllum stigum arkitektúrs, hönnunar, skipulags, verkefnastjórnunar og áætlunargerðar.