Bláfugl

Bláfugl er íslenskt flugfélag sem sérhæfir sig í rekstri B737 fraktflugvéla, með 7 slíkar vélar í rekstri í dag.Fyrirtækið starfar á alþjóðlegum markaði og selur þjónustu til annarra flugfélaga og helstu hraðsendingafyrirtækja í Evrópu ásamt því að þjóna íslenska flugfraktmarkaðinum.

Bláfugl ehf hefur hingað til starfað með enska hjáheitið Bluebird Cargo en hefur nú tekið upp hjáheitið Bluebird og Bluebird Nordic. Jafnframt hefur félagið tekið upp nýtt logo og liti. Þetta er eingöngu breyting á vörumerki og útliti. Engin breyting er hins vegar á íslenska heitinu eða kennitölu.