Rafholt ehf.

Rafholt er framsækið fyrirtæki sem starfar jafnt á útboðsmarkaði og í þjónustu við fyrirtæki og stofnanir. Fyrirtækið er eitt stærsta sinnar tegundar á sviði rafverktöku á Íslandi. Fagleg vinnubrögð og framúrskarandi árangur eru leiðarljós fyrirtækisins.

Helstu verkefni eru almennar raflagnir, tölvu- og ljósleiðaralagnir, töflu- og stjórnskápasmíði og þjónusta við fjarskiptafyrirtæki.

Rafholt ehf. leggur áherslu á að ráða kraftmikla og metnaðarfulla einstaklinga af báðum kynjum sem hafa áhuga á að sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnu.

Allir starfsmenn Rafholts fá heita máltíð í hádeginu að eigin vali og vinnuviku líkur í hádeginu á föstudögum.

Öflugt starfsmannafélag er starfrækt hjá fyrirtækinu og er aðstaða starfsmanna öll hin glæsilegasta. Árshátíðir og aðrar skemmtanir Rafholts eru metnaðarfullar og farið er reglulega erlendis með allan hópinn.

Rafholt ehf. er á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi árið 2016, fjórða árið í röð.