Ásafl ehf. var stofnað árið 2007 og sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vélum og búnaði fyrir sjávarútveg, vinnutækjum fyrir verktaka og bæjarfélög og fjölbreyttum vörum fyrir sport og heimili.

Það er reynslumikið og harðsnúið lið sem starfar hjá Ásafli og leggur sig fram við að þjóna viðskiptavinum sem allra best.

Ásafl
23/03/2018
Fullt starf
Búnaður fyrir sjávarútveg og verktakastarfsemi Ásafl ehf. óskar eftir að ráða öflugan og áhugasaman sölumann í framtíðarstarf. Verksvið er aðallega tengt sölu úr húsi auk þess að hafa umsjón með lager, birgðahaldi, pöntunum og þjónustu við viðskiptavini. Þarf að hafa góða Íslensku, ensku og tölvukunnáttu ásamt þekkingu á vélbúnaði og tæknilausnum. Þekking og reynsla af DK hugbúnaði og/eða lagerbókhaldi er kostur. Skemmtilegt og lifandi starf þar sem réttur aðili getur fengið tækifæri til að byggja upp sitt framtíðarstarf í sölu og þjónustu við sjávarútveg og verktakastarfsemi. Upplýsingar veitir Örn H. Magnússon. orn@asafl.is