Pieta samtökin

Pieta samtökin Baldursgata, Reykjavík, Ísland
20/03/2018
Fullt starf
Píeta eru forvarnarsamtök um sjálfsvíg og sjálfsskaða. Samtökin eru til húsa að Baldursgötu 7 í Reykjavík. Píeta Ísland mun bjóða upp á aðgengilega þjónustu einstaklingum að kostnaðarlausu. Fagaðilar munu sjá um viðtölin og lögð er áhersla á umhyggju fyrir einstaklingnum og jafningja grunnur hafður að leiðarljósi. Við viljum ráða til starfa metnaðarfulla sálfræðinga og félagsráðgjafa. Störfin felast fyrst og fremst í meðferð við sjálfsvígshættu, sjálfsskaða og undirliggjandi áhættuþáttum. Leitað er eftir einstaklingum með reynslu af meðferðarstörfum sem hafa áhuga á fjölbreyttu starfi í krefjandi þverfaglegu umhverfi. Starfið bíður upp á möguleika á að taka þátt í að móta starfsemina á Íslandi. Helstu verkefni og ábyrgð • Áhættumat í ljósi sjálfsvígshættu og/eða sjálfskaða. • Viðtalsmeðferð einstaklinga í sjálfsvígshættu og sjálfsskaða. • Einstaklings- og hópmeðferðarvinna. • Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu og mótun starfsins. Hæfnikröfur • Haldgóð þekking og reynsla af meðferðarvinnu í tengslum við sjálfsvígshættu eða sjálfskaða. • Þjálfun í DBT (dialectical behavior therapy) meðferð er æskileg. • Hæfni til að vinna sjálfstætt og sýna frumkvæði. • Hæfni til að vinna með öðrum. • Reynsla af þátttöku í þverfaglegri teymisvinnu heilbrigðisstétta æskileg. • Íslenskt starfsleyfi. Frekari upplýsingar um starfið Um hlutastörf er að ræða. Laun samkvæmt samkomulagi Öllum umsóknum verður svarað. Píeta samtökin áskilja sér rétt til að hafna öllum umsóknum ef hæfi umsækjanda er talið ábótavant. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Nánari upplýsingar á www.pieta.is eða hjá forstöðumanni Píeta, Eddu Arndal í síma 8539090 Umsóknir skulu sendar á forstöðumann Píeta á Íslandi, edda@pieta.is Umsóknarfrestur er til og með 30. mars 2018