Vinnuvernd er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig á sviði vinnuverndar og heilsueflingar. Í dag njóta fjölmörg íslensk fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög þjónustu okkar og þeim fjölgar stöðugt.

Vinnuvernd veitir einnig fjölmörgum einstaklingum þjónustu í tengslum við ferðamannabólusetningar, heilbrigðisskoðanir flugmanna og samtalsmeðferð sálfræðinga.

Við erum sannfærð um að þjónusta á sviði vinnuverndar og heilsueflingar sé mikilvægur þáttur í því að auka ánægju og bæta árangur, öryggi, líðan og heilsufar starfsmanna.

Vinnuvernd er stöðugt að þróa nýjar afurðir og efla þjónustu fyrirtækisins. Vinnuvernd ehf. hefur viðurkenningu Vinnueftirlits ríkisins sem fullgildur þjónustuaðili á sviði vinnu- og heilsuverndar.