ORF Líftækni hf.

ORF Líftækni hf. er íslenskt þekkingarfyrirtæki sem framleiðir vörur sem byggja á lífvísindum, m.a. BIOEFFECT húðvörur sem seldar eru á Íslandi og erlendis. Vörurnar hafa fengið ýmsar viðurkenningar fyrir virkni sína og hreinleika.
Hjá ORF Líftækni starfar fjölbreyttur hópur fólks, með mismunandi bakgrunn, þekkingu og reynslu. ORF Líftækni leitast við að vera eftirsóknarverður vinnustaður fyrir konur jafnt sem karla. Nánari upplýsingar um félagið og vörumerkin BIOEFFECT og ISOKINE má finna á heimasíðu félagsins: www.orf.is.