Bluebird Nordic

Bláfugl er íslenskt flugfélag sem sérhæfir sig í rekstri B737 fraktflugvéla, með 7 slíkar vélar í rekstri í dag. Fyrirtækið starfar á alþjóðlegum markaði og selur þjónustu til annarra flugfélaga og helstu hraðsendingafyrirtækja í Evrópu ásamt því að þjóna íslenska flugfraktmarkaðinum.