Sólvangur hjúkrunarheimili

Sólvangur hjúkrunarheimili. 

Á Sólvangi búa í dag 59 heimilismenn. Húsið er 4.hæðir auk rishæðar og eru vistarverur heimilismanna á 2, 3 og 4.hæð. Markmið okkar er að mæta þörfum hvers heimilismanns.

Áhersla Sólvangs er að skapa notalegan heimilisbrag og rík áhersla er lögð á að viðhalda góðum samskiptum við fjölskyldur heimilismanna. Hjúkrun er veitt allan sólarhringinn og læknar eru á sólarhringsvakt. Á heimilinu starfa hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, félagsliðar og ófaglærðir starfsmenn við umönnun.