Litlaprent

Í dag er Litlaprent og Miðaprent í um 2.000 fm húsnæði og státar af einum fullkomnasta og fjölbreyttasta tækjakosti allra prentsmiðja á landinu. Prentsmiðjan Litlaprent hefur alla tíð verið í eigu og rekstri sömu fjölskyldu og á einni kennitölu. Í dag sér Georg Guðjónsson um reksturinn ásamt sonum sínum þeim Birgi Má og Helga Val.
Hjá Litlaprenti og Miðaprenti starfar núna um 25 manna samheldinn hópur fólks sem leggur sig allan fram við að skila af sér vönduðu og góðu prent- og handverki.