IÐNÓ

IÐNÓ, menningarhús við Tjörnina í Reykjavík

IÐNÓ er staður þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Allt frá ljúfum kaffibolla að morgni á meðan þú lest yfir tölvupósta dagsins, til þriggja rétta máltíðar að kvöldi sem er toppuð með tónleikum eða skemmtun.

IÐNÓ er stássstofa reykvískrar forvitni. Aðlaðandi, aðgengilegur og hugvekjandi staður fyrir hugmyndir og sögur. Byggingin sameinar á einum stað sögu, hefðir og menningu sem nær allt aftur til 1897. IÐNÓ er lifandi minnisvarði um gamla tímann, en jafnframt nútímalegur samkomustaður fyrir unga sem aldna. Gömul bygging með fersku innihaldi.

IÐNÓ er staður fyrir kaffi, viðburði og samstarfsverkefni. Notalegt kaffihús tekur á móti þér þegar inn er komið. Rjúkandi kaffibolli borinn fram með hugvekjandi samræðum er blanda sem svíkur engan. Í IÐNÓ eru þrjú misstór rými á jafn mörgum hæðum sem gefa hvert um sig möguleika á aðstöðu fyrir mismunandi hópa og fjölbreytta viðburði. Að auki býður Iðnó upp á vinnurými og stúdíó fyrir skapandi fólk að vinna að draumum sínum.