Skaginn 3X

Skaginn 3X er leiðandi í framleiðslu og hönnun á fyrsta flokks tæknilausnum fyrir matvælaframleiðslu.
Fyrirtækið sérhæfir sig í nýskapandi kæli- og vinnslutækni fyrir matvælaiðnaðinn og hefur þróað byltingarkennda kælitækni sem nefnist SUB-CHILLING™. 
Vörur fyrirtækisins eru hannaðar til að tryggja aukinn ferskleika vörunnar, hraðari vinnslu, aukna skilvirkni og meiri ávöxtun.
Skaginn 3X er með starfsstöðvar á Akranesi, Akureyri, Ísafirði og Reykjavík.