Leikskólinn Sjáland

Leikskólinn Sjáland er sjálfstætt starfandi leikskóli sem vinnur eftir Fjölvísistefnunni. Skólinn er staðsettur við ströndina í Sjálandshverfinu í Garðabæ í nýlegu og rúmgóðu húsnæði. Við leggjum áherslu á einstaklingsmiðað nám með því að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir.