Veðurstofa Íslands

  • Nauthólsvegur, 101 Reykjavík, Ísland
  • vedur.is

Veðurstofa Íslands er opinber stofnun sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Hjá stofnuninni starfa um 140 manns með fjölbreytta menntun og starfsreynslu sem spannar mörg fræðasvið. Auk þess starfa um 120 manns við athugana- og eftirlits störf víðs vegar um landið. Veður stofan er sam þætt vöktunar- og rannsókna stofnun og eru helstu hlutverk hennar gagna öflun og -úrvinnsla á helstu eðlisþáttum jarðarinnar, þ.e. lofti, vatni, jörð, snjó, jöklum og hafi, rannsóknir og þróun afurða, og miðlun upplýsinga og viðvarana vegna náttúrúvár. Nánari upplýsingar um stofnunina má finna á heimasíðu hennar www.vedur.is.


Gildi Veðurstofunnar eru þekking, áreiðanleiki, framsækni og samvinna. Ráðningar hjá stofnuninni taka mið af þessum gildum.