Límtré Vírnet ehf

Límtré Vírnet er íslenskt iðnfyrirtæki og starfsstöðvar þess byggja á áratuga löngum framleiðsluferlum. Starfsfólk okkar er einnig með áratuga starfsreynslu við framleiðslu og sölu á gæðavörum fyrir byggingariðnaðinn á Íslandi.
Starfsstöðvar okkar eru á þremur stöðum á landinu.  Höfuðstöðvar okkar eru í Borgarnesi, þar sem framleitt er valsað stál og ál til klæðninga utanhúss og innanhúss, ásamt framleiðslu á milliveggjastoðum úr stáli.  Í Borgarnesi eru einnig reknar þjónustueiningarnar, blikksmiðja, járnsmiðja og rafmagnsverkstæði.
Aðal söludeild fyrirtækisins er starfrækt í Borgarnesi, en einnig erum við með söludeild fyrir loftræstivörur ásamt afgreiðslu í Kópavogi, að Vesturvör 29.  Innkaupadeild, fjármálastjóri og byggingadeild er staðsett tímabundið í Hlíðasmára 12, 2. hæð.