UMF. Sindri

Félagið var stofnað af um 15 ungmennum á Höfn í Hornafirði 1. desember 1934. Þá voru íbúar Hafnarhrepps 204. Áður höfðu ungmennin á Höfn verið í Mána í Nesjum, en þéttbýlið óx og með því þörfin fyrir félagsskap íbúanna. Sem venjan var á þeim tíma þá tóku félagsmenn uppá ýmsu og var þetta aðalfélagsskapur yngra fólks í þorpinu frá stofnun og framum 1965. Má nefna rekstur Sindrabíós, blómlegt leiklistarlíf uns Leikfélag Hornafjarðar var stofnað af Sindrafólki, sem áður hafði leikið undir nafni Sindra.