Keahotels

  • Iceland
Keahótel var stofnað árið 1999 þegar fyrirtækið tók yfir rekstur veitingarstaðarins á Hótel Kea. Ekki leið á löngu þar til að fyrirtækið hafði tekið yfir rekstur Hótel Kea ásamt Hótel Hörpu sem var þá í sömu byggingu. Einungis tveimur árum síðar voru hótelin orðin fimm en Hótel Norðurland, Hótel Gígur og Hótel Björk bættust í hópinn. Árið 2005 tók Keahótel yfir rekstur eins sögufrægasta hótels á Íslandi, Hótel Borg í Reykjavík. 
Í dag eru Keahótelin átta talsins. Fimm af þeim má finna í Reykjavík en það eru Hótel Borg, Apótek Hótel, Reykjavík Lights, Skuggi Hótel og Storm Hotel. Á Akureyri er þau tvö, Hótel Kea og Hótel Norðurland. Hótel Gígur er svo staðsett í Mývatnssveit.