Icewind

Litlar vindtúrbínur og samtvinnaðar grænar orkulausnir
IceWind hannar og framleiðir litlar vindtúrbínur fyrir fjarskiptamöstur, heimili, sumarhús og bóndabæi. Fyrirtækið var stofnað árið 2012 en vöruþróunin á sér lengri sögu, eða frá árinu 2008. Með vaxandi orkuverði kemur aukin þörf fyrir endurnýjanlega orkugjafa og hefur tæknin í IceWind túrbínunum sem snúast um lóðréttan ás verið hönnuð til að mæta þessari þörf. Þessi útfærsla sannar að túrbínur geta verið fáguð, hljóðlát, sterkbyggð, hagstæð og nær viðhaldsfrí lausn til að framleiða orku.

IceWind útvegar uppsetningar og viðhald á IceWind vindtúrbínum og tengdum búnaði líkt og rafhlöðumælingar, sólarsellur og eftirlitsbúnað. IceWind er einnig umboðsaðili fyrir IC-Meter sem er sérhæft í loftgæða- og orkuvöktun.

IceWind er skrásett vörumerki með alþjóðlega hönnunarvernd.