Gistiheimilið Gerði

Gistiheimilið Gerði er staðsett 13 km fyrir austan Jökulsárlón á Breiðarmerkursandi og 67 km fyrir vestan Höfn í Hornafirði. Á gistiheimilinu eru 36 herbergi með sér baðherbergi og veitingastaður sem getur tekið allt að 70 manns í sæti. Gistiheimilið rekur líka sumarhúsagistingu á Reynivöllum sem er 3 km fyrir vestan Gerði.