Pixel prentþjónusta

  • Ármúla 1, Reykjavík, Rvk og nágrenni 108, Iceland
Pixel er alhliða prentþjónusta sem leggur áherslu á persónulega og góða þjónustu og er með starfsstöðvar í Reykjavík og á Ísafirði. Við erum vel tækjum búin og starfsmenn Pixel búa yfir áratuga
langri reynslu í prentiðnaði.
 
Við bjóðum upp á alla almenna prentvinnslu, umsjón með prentverkum, ráðgjöf, skönnun, umbrot, hönnun, bókband og tilboðsgerð. Stafræn prentun er okkar sérsvið og með frábæru starfsfólki kappkostum við að leiðbeina viðskiptavinum við að finna hagkvæmustu lausnirnar
á sínum verkefnum. Hjá Pixel starfa 17 manns.
 
Hvað þýðir pixel – hvað er pixel?
Pixel þýðir myndeining, sem er minnsta eining úr mynd.
Orðið pixel er samsett úr orðunum pix (pictures) og el (element).