Lyfjaval

  • Hlíðasmára 1, Kópavogi, 201, Iceland
Í apríl árið 2003 var fyrsta apótek Lyfjavals opnað í Mjódd, Lyfjaval í Hæðasmára opnaði árið 2005 og Lyfjaval í Álftamýri opnaði árið 2006. Meginmarkmið Lyfjavals er að lækka lyfjaverð og veita viðskiptavinum sínum góða ráðgjöf og persónulega þjónustu. Það er stefna Lyfjavals að starfsemi og þjónusta uppfylli ávallt væntingar viðskiptavina og að fyrirtækið skili ávallt umsömdum gæðum á þeim tíma sem um er samið. Fyrirtækið leggur áherslu á fjölbreytt vöruúrval og nýjungar viðskiptavinum til hagsbóta, en einnig er það mikilvægur þáttur í stefnu Lyfjavals að nota ekki ímynd apóteksins til að pranga út gagnslausum vörum. Lyfjaval leggur mikla áherslu á að þjónusta við viðskiptavini sé meiri en í hefðbundnum apótekum og gerir fyrirtækið þeim viðskiptavinum sínum sem eiga við hreyfiörðugleika að stríða kleift að sækja lyfin sjálf í apótekið og ræða persónulega við lyfjafræðing með tilkomu bílaapóteksins. Allir viðskiptavinir Lyfjavals hafa greiðan aðgang að lyfjafræðingi þar sem hann getur veitt viðskiptavinum markvissar upplýsingar um val á lyfjum og um notkun þeirra. Lyfjaval býður einnig upp á ókeypis lyfjaskömmtun fyrir einstaklinga sem þurfa að taka margar tegundir af lyfjum á dag.