Heilsa ehf.

Heilsa ehf. sérhæfir sig í að bjóða vörur sem stuðla að heilsu og velllíðan. Heilsa ehf. er elsta fyrirtæki á Íslandi sem sérhæfir sig í innflutningi og dreifingu á heilsusamlegum og lífrænum matvörum, fæðubótarefnum, almennum og lífrænum snyrtivörum sem og vistvænum hreingerningarvörum. Undanfarin ár hefur bæst mikið við það úrval sem Heilsa býður upp á. Við leggjum mikið upp úr gæðum og leggjum áherslu á að stuðla að heildrænni vellíðan fyrir neytendur hvort sem um ræðir matvörur, vítamín, snyrtivörur, húðvörur eða annað.